Verslunarmannahelgin er frá!!!

Hæ,

Nú er þessari blessuðu helgi lokið og rúmlega það. Engin alvarleg slys, a.m.k. þegar þetta er skrifað, og það er vel. Ég fór á laugardag upp í bústað með pabba og Erla kom svo síðar um daginn. Við nutum okkar vel þarna og þetta svæði er algjör paradís. Pabbi hefur ásamt Erlu komið upp einstökum bústað á virkilega skemmtilegu svæði. Kvöldin þarna er dýrðleg. Ég var með börnin mín 3 og það var nú stundum smá fjör og kannski ekki fyrir alla að "njóta þess". En allt fór nú vel. Við komum heim í dag. Lengdum ferðina um einn dag og sé ég ekki eftir því. Virkilega næs eins og sumir segja.
Ellen og Birgir mættu þarna á laugardeginum og við grilluðum og svo var farið og kíkt á brennu. Ansi var nú gaman að fylgjast með nokkrum fullorðnum karlmönnum reyna að tendra eld. Eftir "japl, jaml og fuður" hafðist það og það ekkert smá bál. Allir sáttir þar.

Ég fer út á fimmtudag. Ansi stuttur tími eftir og allir þeir sem ég ætlaði að heimsækja en náði því ekki þá biðst ég velvirðingar en býð í staðinn upp á frítt fæði og húsnæði í Odense.

Mig vantar ýmislegt á nýja staðinn minn. Minn stærsti draumur núna er til dæmis gamall magnari. Mig langar í sollleiðis. Ef einhver á og vill missa þá er númerið mitt 659 9063. Nota bene fer út á fimmtudag...please.

Jamm, nenni ekki meir. skrifa meira síðar líklega þá í Danmörku.

Óska Gúufrænku velkomna í bloggheima.

sjáumst síðar,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vona að ykkur hafi gengið vel heim :). Njóttu nýju íbúðarinnar, vonandi eigum við eftir að njóta hennar með þér.
Guðrún

Vinsælar færslur